Ingólfsskáli

Veitingahús

Velkomin í Ingólfsskála

Á undirlendi suðurlands, við rætur Ingólfsfjalls, má finna Ingólfsskála veitingahús. Ingólfsskáli er staður þar sem hefðir, matur og menningararfur mætast í upplifun sem á sér enga líka.

Náttúran færir okkur hráefnin

Matreiðslumeistarar Ingólfsskála sækja hráefni og hugmyndir úr íslenskri náttúru til að tryggja gæði og hreinleika. Natnin skilar sér í ósviknu bragði af einstakri íslenskri náttúru.

Arfleiðin er okkar stolt

Ingólfsskáli er nefndur í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni sem nam land við Ísland. Ingólfsskáli reynir að færa þér upplifun sem stígur út fyrir mörk tímans og veitir innsýn í líf víkinga með fáguðum en jafnframt menningarlegum mat.

Orðstýr deyr aldrei

Fjölskyldan sem stendur að baki Ingólfsskála er þekkt fyrir gestrisni sína. Hún leggur metnað sinn í og deilir fjölskylduarfi sínum í gegnum einstaka matarupplifun sem veitir frábært tækifæri til að kynnast íslenskum matarhefðum. 

Hópar & Viðburðir

 

Í Ingólfsskála mætist nútímaleg matargerð og íslenskar hefðir. Við bjóðum upp á íslenska matargerð eins og hún gerist best og framreiðum veitingar gerðar því besta sem landið okkar hefur upp á bjóða.

Einstakur veislusalur sem tekur 220 manns í sæti, auk þess sem hægt er að opna inn í  hliðarsal sem tekur um 160 gesti til viðbótar.

Salurinn okkar er tilvalinn fyrir ráðstefnur, fundi og aðra viðburði. Við bjóðum upp á nýjustu tækni fyrir hljóð og mynd, tilvalið fyrir allskyns kynningar.

Hafið samband við okkur ef þið óskið frekari upplýsinga.

Frábær veitingastaður!

Við konan komum hingað í brúðkaupsferðinni okkar um Ísland. Eigandinn var vingjarnlegur, maturinn frábær og salurinn sjálfur var rosalega flottur! Þú ferð það á tilfinnininga að þú sért staddur á Víkingaöld. Ég mæli klárlega með þessum stað!

– TripAdvisor

Ótrúlega flottur staður!

Frábær staður, frábær matur, frábært andrúmsloft, gott og vingjarnlegt starfsfólk og frábær skemmtun. Ég mæli með að allir prófi að borða á Ingólfsskála. – Google

Einstakur veitingastaður með góðum mat!

Húsið er þess virði að skoða, hvort sem að þú ákveður að borða eða ekki. Það er lagt helling í staðinn og torf-bæinn. Matseðillinn er ekki stór en gómsætur og starfsfólkið var vingjarnlegt. Algjörlega þess virði!

– TripAdvisor

Frammúrskarandi veitingastaður

Frammúrskarandi veitingastaður með einstöku andrúmslofti, fallegt umhverfi, frábær matur og viðráðanlegt verð. Ég mæli með Ingólfsskála. – Google

Sagalicious!

Frábær staður til þess að fá Víkingaupplifun. Ég bókaði fyrirfram á leið minni á Seljalandsfoss og Skógafoss. Frábær matur, geggjað andrúmsloft og frábær þjónusta. Fimm stjörnur af fimm!

Einstök upplifun

Ég og konan mín, ásamt sonum okkar tveimur, áttum einstaka stund í Ingólfsskála. Salurinn tekur mann aftur í tíman og starfsfólkið stóð sig með prýði og voru einstaklega vingjarnleg. Maturinn var frábært. Ég myndi vilja koma aftur.

– TripAdvisor

Frábært!

Við uppgvötuðum þennan stað á Trip Advisor og hringdum með stuttum fyrirvara með þeirra von að fá borð sama kvöld. Sem betur fer gátu þau tekið á móti okkur. Maturinn var frammúrskarandi og staðurinn sjálfur einstaklega fallegur. Ég mæli sterklega með Ingólfsskála og tek það fram að þú færð mun meira fyrir peninginn hér en í Reykjavík.

Staðsetning

 

Ingólfsskáli er staðsettur í Efstalandi, 816 Ölfusi, við rætur Ingólfsfjalls. Frá Reykjavík tekur um það bil 40 mínútur að aka að Ingólfsskála og frá Selfossi er aðeins um tíu mínútna akstur.

 

Sími

+354 662 3400

Heimilisfang

Efstalandi, 816 Ölfusi

Hafa samband

 

Borðpantanir

*Athugið að nauðsynlegt er að panta borð fyrirfram

Eldhúsið okkar lokar kl 21:00

 

Opnunartímar:

Alla daga: 17:00-22:00.*

*Vinsamlegast athugið að bóka verður borð fyrirfram