
Ingólfsskáli
VikingaveitingastaðurVelkomin á Ingólfsskála
víkingaveitingastað
Á sunnanverðu landinu, í bæjarfélaginu Ölfusi, í skjóli Ingólfsfjalls, má finna Ingólfsskála veitingahús. Ingólfsskáli er staður þar sem hefðir og menningararfur mætast til að færa fólki upplifun sem tekur þau aftur á þá tíma sem einungis náttúran veitti öll hráefni.

Náttúran er okkar hráefni
Ingólfsskálafjölskyldan veiðir og uppsker allt sem hún getur úr íslenskri náttúru til þess að stuðla að ósvikinni reynslu af íslenskri náttúru, ávallt með fersku bragði.

Arfleiðin er okkar stolt
Ingólfsskáli er nefndur í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni sem nam land við Ísland. Ingólfsskáli reynir að færa þér upplifun sem stígur út fyrir mörk tímans og veitir innsýn í líf víkinga með fáguðum en jafnframt menningarlegum mat.

Fjölskyldan stendur að baki
Ingólfsskálafjölskyldan hefur verið þekkt fyrir gestrisni sína um kynslóðabil. Við höfum unun af því að deila fjölskylduarfi okkar með þessari einstöku veitingareynslu sem veitir frábært tækifæri til að kynnast íslenskum matarhefðum.
Hópar & Viðburðir
Á Ingólfsskála víkingaveitingastað mætast nútímaleg matargerð og íslenskar hefðir. Þú færð hefðbundna íslenska rétti með því besta sem landið okkar hefur upp á bjóða.
Ef þú hefur áhuga á halda upp á sérstakt tilefni með aldagömlum hefðum þá getur Ingólfsskáli skapað ógleymanlega reynslu fyrir þig og þína gesti. Veislusalurinn okkar getur tekið á móti 250 manns og við erum auk þess með annan sal sem rýmir 180.
Salurinn okkar er tilvalinn fyrir ráðstefnur, fundi og aðra atburði þar sem við bjóðum upp á nýjustu tækni fyrir hljóð og mynd, tilvalið fyrir allskyns kynningar.
Eldhúsið okkar getur framreitt framúrskarandi rétti úr ferskum hráefnum í hæsta gæðaflokki, annað hvort af matseðli okkar eða með tilliti til persónulegra óska. Það er auðvitað nóg af drykkjum til að svala þorstanum og við mælum alltaf með því að fagna og skála með einu skoti af brennivíni.

@ingolfsskali
Staðsetning
Ingólfsskáli víkingaveitingastaður er staðsettur í Efstalandi, 816 Ölfusi, við rætur Ingólfsfjalls. Frá Reykjavík tekur um það bil 40 mínútur að aka að Ingólfsskála og frá Selfossi er aðeins tíu mínútna akstur.

Netfang
ingolfsskali@ingolfsskali.is

Sími
+354 662 3400

Heimilisfang
Efstalandi, 861 Ölfusi
Hafa samband
Borðpantanir
*Athugið að nauðsynlegt er að panta borð fyrirfram

Opnunartímar:
Alla daga: 18:00-22:00.*
*Vinsamlegast athugið að bóka verður borð fyrirfram
Kennitala: 4401131-1090
VSK:122580