
Ingólfsskáli
Velkomin í Ingólfsskála
Á undirlendi suðurlands, við rætur Ingólfsfjalls, má finna Ingólfsskála veitingahús. Ingólfsskáli er staður þar sem hefðir, matur og menningararfur mætast í upplifun sem á sér enga líka.

Náttúran færir okkur hráefnin
Matreiðslumeistarar Ingólfsskála sækja hráefni og hugmyndir úr íslenskri náttúru til að tryggja gæði og hreinleika. Natnin skilar sér í ósviknu bragði af einstakri íslenskri náttúru.

Arfleiðin er okkar stolt
Ingólfsskáli er nefndur í höfuðið á Ingólfi Arnarsyni sem nam land við Ísland. Ingólfsskáli reynir að færa þér upplifun sem stígur út fyrir mörk tímans og veitir innsýn í líf víkinga með fáguðum en jafnframt menningarlegum mat.

Orðstýr deyr aldrei
Fjölskyldan sem stendur að baki Ingólfsskála er þekkt fyrir gestrisni sína. Hún leggur metnað í og deilir fjölskylduarfi sínum í gegnum þessa einstöku matarupplifun sem veitir frábært tækifæri til að kynnast íslenskum matarhefðum.
Hópar & Viðburðir
Í Ingólfsskála mætist nútímaleg matargerð og íslenskar hefðir. Við bjóðum upp á íslenska matargerð eins og hún gerist best og framreiðum veitingar gerðar því besta sem landið okkar hefur upp á bjóða.
Einstakur veislusalur sem tekur 220 manns í sæti, auk þess sem hægt er að opna inn í hliðarsal sem tekur um 160 gesti til viðbótar.
Salurinn okkar er tilvalinn fyrir ráðstefnur, fundi og aðra viðburði. Við bjóðum upp á nýjustu tækni fyrir hljóð og mynd, tilvalið fyrir allskyns kynningar.

@ingolfsskali
Staðsetning
Ingólfsskáli er staðsettur í Efstalandi, 816 Ölfusi, við rætur Ingólfsfjalls. Frá Reykjavík tekur um það bil 40 mínútur að aka að Ingólfsskála og frá Selfossi er aðeins um tíu mínútna akstur.

Netfang
ingolfsskali@ingolfsskali.is

Sími
+354 662 3400

Heimilisfang
Efstalandi, 816 Ölfusi
Hafa samband
Borðpantanir
*Athugið að nauðsynlegt er að panta borð fyrirfram
Eldhúsið okkar lokar kl 21:00

Opnunartímar:
Alla daga: 17:00-22:00.*
*Vinsamlegast athugið að bóka verður borð fyrirfram